Verk í vinnslu
DK fasteignir ehf eru að byggja 500 fm glæsivillu í bænum Guía de Isora.
Í húsinu verður:
Gistirými fyrir 20 manns plús ungabörn
Einkasundlaug
Líkamsrækt
Yfir 300 fm af útisvæði á þakinu
500 fermetra húsnæði
Glæsilegur 300 fm garður
Útieldhús, gasgrill og borðpláss utandyra fyrir 20 manns
5 baðherbergi öll með sturtu. Sér baðherbergi fyrir sundlaugargesti
Húsið verður tilbúið jólin 2024 en ekki er byrjað að taka við bókunum.
Við höfum mjög oft verið spurð um hús fyrir 20 manns í gistingu en ekki mikið í boði. Svona hús hefur alveg vantað á markaðinn á Tenerife.
Hér geta vinir eða stórfjölskyldan verið saman á einum stað með alvöru aðstöðu. Útisvæðin eru yfir 600 fermetrar og einkasundlaugin ásamt útieldhúsi og útibar á þaksvölunum geta gert dvölina ógleymanlega. Það er 12 mínútna keyrsla á næstu strönd en í bænum finnið þið alla þá þjónustu sem þið þurfið.
Guía de Isora er sveitarfélag á vesturhluta eyjunnar Tenerife og er hluti af héraðinu Santa Cruz de Tenerife. Íbúar eru 20.537 og svæðið er 143 ferkílómetrar. Bærinn er 5 km frá ströndinni, 16 km norðvestur af Arona og 60 km suðvestur af höfuðborg eyjunnar Santa Cruz de Tenerife.
Sögulega hverfið í Guía de Isora var skilgreint semsem menningarverðmæti árið 2009 þökk sé mörgum fallegum byggingum með hefðbundinn kanarískan arkitektúr. Flestar þessar byggingar má finna á götum Calle de Abajo, Calle de Arriba, Calle Tagoro og La Vera. Skipulag þessara gatna, með fallegu litlu húsasundunum sínum, er dæmigert fyrirkomulag gamalla bæja á Spáni, með mismunandi breiddum og óreglulegri lögun. Miðbærinn í bænum Guia de isora er á Heimsminjaskrá. Þar er að finna fallega kirkju með kirkjutorgi og veitingastaði í kring.
Rólegt og fallegt umhverfi en þó stutt í ferðamannasvæðið eða 12 mínútur með bíl frá Guia de Isora til Adeje.